238 Atburðir | Fædd | Dáin | Leiðsagnarval
231-240238
rómverskum tölummánudegijúlíska tímatalinuRómaveldi
238
Jump to navigation
Jump to search
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: |
|
Áratugir: |
|
Ár: |
|
238 (CCXXXVIII í rómverskum tölum) var 38. ár 3. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu. Í Rómaveldi var árið þekkt sem ræðismannsár Píusar og Pontíanusar, eða (sjaldnar) sem árið 991 ab urbe condita.
Atburðir |
Maximinus Thrax hélt í hernað gegn Karpíönum í Móesíu.
22. mars - Íbúar rómversku Afríku gerðu uppreisn gegn Maximinusi og hinn aldraði Gordíanus 1. tók við embætti Rómarkeisara ásamt syni sínum, Gordíanusi 2.
12. apríl - Orrustan um Karþagó (238): Herlið Maximinusar réðist inn í Afríku frá Númidíu ásamt Legio III Augusta. Gordíanus 2. var drepinn eftir 36 daga umsátur og Gordíanus 1. hengdi sig með belti sínu.
22. apríl - Ár keisaranna sex: Rómverska öldungaráðið lýsti Maximinus útlægan og útnefndi Pupienus og Balbinus sem keisara.
Maí - Umsátrið um Aquileia: Maximinus réðist gegn rómversku borginni Aquileia, en her hans var illa haldinn vegna hungurs og veikinda. Hermenn hans úr Legio II Parthica myrtu hann að lokum í tjaldi hans.
29. júní - Pretóríuvörðurinn réðist inn í keisarahöllina í Róm og handtók Pupienus og Balbinus. Þeir voru dregnir naktir um götur Rómar og að lokum teknir af lífi. Sama dag var Gordíanus 3. lýstur keisari, 13 ára gamall.
Gotar réðust yfir Dóná og herjuðu á Rómaveldi að landamærum Anatólíu.- Herdeildin Legio III Augusta í Afríku var leyst upp.
Sima Yi drap herstjórann Gongsun Yuan í Liaodong-herförinni.
Fædd |
Yang Yan keisaraynja Jin-veldisins (d. 274).
Wen Yang, herforingi Jin-veldisins (d. 291).
Dáin |
12. apríl - Gordíanus 2. Rómarkeisari (f. 192).
12. apríl - Gordíanus 1. Rómarkeisari (f. 159).- Maí - Maximinus Thrax Rómarkeisari (f. 173).
- Maí - Gaius Julius Verus Maximus Rómarkeisari (f. um 220).
29. júní - Balbinus Rómarkeisari (f. 165).
29. júní - Pupienus Rómarkeisari (f. 178).
Gongsun Yuan, kínverskur herstjóri.
Zhu Huan, herforingi Dong Wu (f. 177).
Bu Lianshi, hefðarfrú í Dong Wu.
Flokkar:
- 231-240
- 238
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.056","walltime":"0.071","ppvisitednodes":"value":2870,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4186,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1172,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 47.929 1 Snið:Ár_nav","100.00% 47.929 1 -total"," 90.75% 43.497 16 Snið:Dr"," 82.45% 39.519 16 Snið:Dr-make"," 37.50% 17.973 16 Snið:Drep"," 21.44% 10.275 16 Snið:Dr-logno"," 8.50% 4.076 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1316","timestamp":"20190321124538","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":126,"wgHostname":"mw1331"););